en nú dugði það ekki til
Eyjamenn urðu að lúta í gervigras í Fífunni í gær gegn sprækum Skagamönnum leikurinn endaði 3-2 fyrir Skagamenn eftir að Eyjamenn höfðu haft forystu í hálfleik 2-1. Það voru þeir Steingrímur og Magnús Már sem skoruðu mörkin fyrir okkar menn. Eyjaliðið byrjaði leikinn betur og höfðu nokkra yfirburði framan af en hægt og rólega komust lærisveinar Óla Þórðar inn í leikinn og náðu að tryggja sér sigur í seinni hálfleik. Náði annars ekki almennilega í skottið á þjálfaranum í gærkvöldi til að fá betri skýrslu og minn vanalegi heimildarmaður Jón Óskar var hérna á skerinu fagra..
Byrjunarlið ÍBV var þannig skipað:
Birkir
Adólf Bjarni Hólm Palli Bjarni Geir
Egill Yo - Pétur Jeffsy Magnús Már Bjarni Rúnar
Steingrímur
Anton Bjarna kom inn fyrir Bjarna Geir í fyrrihálfleik þar sem Bjarni meiddist
Elvar Aron (sonur Bödda í Godthaab) kom inn fyrir Egil Yo um miðjan seinni hálfleik
Einar Kristinn (Kára Þorleifs) kom svo inná fyrir Steingrím..
Hrafn og Hilmar Björns. (Ella) komu ekki við sögu í leiknum.
Næsti leikur í deildarbikarnum er gegn liði Breiðabliks þann 3. apríl