Fótbolti - ÍA í deildarbikarnum á morgun

18.mar.2005  14:07
Nokkuð um meiðsli í hópnum
Strákarnir eiga að spila við lærisveina Óla Þórðar á morgun í deildarbikarnum. Leikurinn hefur verið settur á kl. 14.05 og fer fram í Fífunni í Kópavogi. Andi Ólafs, Atli, Einar Hlöðver og Sæþór Jóh. eru allir meiddir en aðrir eru heilir að því er mér skilst. Það verða því einhverjir yngri leikmenn sem fá tækifæri um helgina en bæði Einar Kristinn og Egill Jóh hafa fengið að spila þó nokkuð upp á síðkastið en nú verða þeir jafnvel fleiri sem fá leik. Skagamenn eru að ganga í gegnum mikið breytingaskeið eins og við en þeir hafa misst 3 máttarstólpa úr liðinu frá í fyrra hinn magnaði Grétar Rafn Steinsson, siglfirðingur, Julian Johnsson, færeyingur og Stefán Þórðarson, skagamaður, hafa allir horfið á braut. Einnig hefur Þórður Þórðarson markvörður átt við meiðsli að stríða og verður sennilegast ekki með á morgun. ..
 
2. flokkur fór einnig upp á landi í morgun. Þeir ætla að spila 2 æfingaleiki um helgina, í dag og á morgun. Í dag klukkan 4 spila þeir við FH og á morgun kl. 17.30 við Fram. Þeir sem vilja sjá lærisveina Hugins Helgasonar geta því mætt á gervigrasið í Hafnarfirði í dag og svo á Framsvæðið á morgun. Ég mun setja úrslitin úr 2. fl. inn á síðuna um leið og ég veit þau.
 
Góða helgi