Fótbolti - Sigur og tap um helgina

06.mar.2005  20:48
Tap gegn Víkingum á föstudag en sigur á Þórsurum í dag
Tveir leikir í deildarbikarnum um helgina tap á víkingum á föstudagskvöldið og svo sigur á Þórsurum frá Akurreyri í dag. Samkvæmt Lauga og þeim leikmönnum sem ég ræddi við á föstudagskvöldið eftir Víkingsliekinn, hitti þessar elskur á Herrakvöldinu í Digranesi voru menn ekki að standa sig framan ef gegn Víkingum og voru komnir undir 2-0 eftir c.a. 10 mínútur. Síðan tóku menn sig nú hægt og rólega saman í andlitinu og komust inn í leikinn og náðu að skora og var þar að verki Steingrímur Jóhannesson eftir góðan undir búning Atla og Jeffsy. Víð áttum síðan færi til að jafna og jafnvel komast yfir, fyrst hefðu við reyndar þurft að jafna, en okkur tókst það ekki og því fór sem fór.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Birkir
Bjarni Geir - Adólf - Palli - Einar Kristinn
Andri - Pétur - Jeffsy
Maggi Már - Steingrímur - Atli
 
Allir varamennirnir komu inná
Hrafn
Bjarni Rúnar
Stebbi Hauks
Egill Jóh.
Valdi
 
Leikurinn í dag gegn norðanmönnum, Þór,  vannst svo 3-1 og þar voru það Steingrímur, Jeffsy og Bjarni Rúnar sem skoruðu en Þórsarar skoruðu úr vítaspyrnu. Þjálfarinn var það utan við sig þegar ég talaði vð hann eftir leik að meira veit ég eiginlega ekki um leikinn, hann var að reyna að keyra til baka í Hafnarfjörðinn, eins og það sé mikilvægara en að tala við stjórnarmann!. En við unnum allavega okkar fyrsta sigur í móti á vegum KSÍ undir stjórn Lauga í dag.
Liðið var þannig skipað:
Hrafn
Adólf - Bjarni Hólm - Palli - Bjarni Geir
Andri - Pétur - Jeffsy
Maggi Már - Steingrímur - Atli
 
Allir varamennirnir komu inná en þeir voru:
Bjarni Rúnar
Valdi
Egill
Einar Kristinn
 
Einar Hlöðver var í banni báða leikina en kemur væntanlega ferskur inn eftir 2 vikur gegn Skagamönnum, hann á reyndar við smávægileg meiðsli að stríða, Sæþór á við nárameiðsli að stríða og Bjarni Hólm var ekki með á móti Víkingum vegna þess að hann var að fá sig góðan eftir meiðsli, taldi sig tilbúinn, en Laugi vildi bíða með að hann spilaði þangað til í dag.
 
Eins og áður sagði engir leikir umnæstu helgi en svo aðra helgi verða lærisveinar Óla Þórðar andstæðingarnir okkar.