Fótbolti - Fyrsta mark Bjarna Hólm

10.feb.2005  11:04
Strákarnir í fótboltanum unnu í gærkvöldi Leikni 3-2 í Egilshöll. Leikurinn okkar manna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik að sögn þjálfarans, Guðlaugs Baldurssonar. En eftir að hafa sest yfir málin í hálfleik var nú seinni hálfleikurinn skárri og allt annað að sjá til liðsins. Leiknismenn komust í 2-0 en á lokakafla leiksins skoruðum við þrjú mörk, meira að segja fjögur en markið sem Ástvaldur Gylfason skoraði var ekki dæmt gilt. Löglegu mörkin skorðuðu þeir Bjarni Geir, Bjarni Hólm og Atli Jóh.
Leikmenn ÍBV í þessum leik voru:
Hrafn
Pétur Run. Palli Hjarðar, Einar Hlöðver, Bjarni Geir
Jón Skafta, Bjarni Hólm, Andri Ólafs, Atli
Dejan (til reynslu hjá okkur)
Steingrímur
Sæþór Jóh. Leysti síðan Steingrím bróðir sinn af
Adólf Sigurjons kom inn fyrir Pétur
Ástvaldur kom inn fyrir Jón Skafta.
 
Deildarbikarinn hefst aðra helgi með leik gegn Fylki en um helgina ætla peyjarnir að taka að sér að bóna og þrifa bíla hérna í Eyjum til að safna fyrir utanlandsferðinni sem stefnt er að að fara 5 – 12 apríl n.k.

Samkomulag við Crewe um spilara þaðan er langt á veg komið og nú liggja leikmenn þeir sem boðið hefur verið upp á Íslandsför yfir sínum hluta en þeir hafa verið mjög jákvæðir til þessa