Nú styttist óðum í að Deilarbikarinn hefji göngu sína, aðeins rúmar 2 vikur til stefnu og er því ekki óeðlilegt að okkur knattspyrnufíklana við suðurströndina fari að kítla í sparkfótinn. Þessir leikir fara að sjálfsögðu allir fram á fastalandinu og verðum við því að hvetja okkar góðu stuðningsmenn á fastalandinu til að mæta á leikina og hvetja liðið til dáða þegar spilað verður í sparkhöllum þeirra fastlendinga.
Hópur okkar er nú ekki alveg orðinn klár en verður það vonandi á næstu dögum. Ian Jeffs kemur til landsins eftir c.a. 10 daga en hann dvelur nú við æfingar hjá Crewe, Matt Garner er líka við æfingar á erlendri grundu en þó ekki hjá Crewe þessa dagana. Mark Schulte var að leggja af stað til Miami í æfingabúðir með Colombus Crew.
Verið er að reyna að semja við leikmenn þessa dagana og vonandi verða þau mál ljós innan tíðar. - annars verð ég pirraður.
Hérna er leikjaplanið fyrir Deildarbikarinn
20 febrúar kl. 13.00 ÍBV - Fylkir Reykjaneshöll
4. mars kl. 19.00 Víkingur R. - ÍBV Egilshöll
6 mars kl. 14.30 ÍBV - Þór Reykjaneshöll
19. mars kl. 14.05 ÍA - ÍBV Fífan
3. apríl kl. 15.00 ÍBV - Breidablik Fífan
16. apríl kl. 16.00 ÍBV - Valur Leiknisvöllur
21. apríl kl. 14.00 Grindavík - ÍBV Fífan
Leikjaplanið er ekki alveg klárt fyrir Landsbankadeildina, en frestur til að biðja um breytingar er útrunninn og því verður væntanlega staðfest leikjaplan klárt fljótlega.