Fótbolti - Nýr hópaleikur hefst um næstu helgi

01.feb.2005  11:55
Skráning stendur yfir hjá Oddnýju í síma 481 2060
Eða sendu tölvupóst á fotbolti@ibv.is
 
Þá er það vorleikurinn 2005 hjá getraunadeildinni. Skráning stendur yfir og eru komnir tæplega 40 hópar nú þegar, nú verður fyrirkomilagið aðeins öðruvísi því lakara skorinu verður haldið til haga líka og notað þegar um deilumál er að ræða, svona eins og þessi sem virðast loða við Stebba á Grund, Frikka Sæbjörns. og Huginn Helga í þessum getraunaleikjunum. Keppnistímabilið verður 15 vikur, 10 vikur í riðlunum og fimm vikur í úrslitadeildum og eins og það sé ekki nóg þá eru menn skráðir sjálfkrafa í bikarkeppnina þegar þeir skrá sig í hópaleikinn og bikarkeppnin hefjast svona um mitt tímabil og að sjálfsögðu verður þarna um að ræða alvöru bikarkeppni með útsláttarfyrirkomulagi þar sem hærri röð telur og seinni verður til vara.
Einhverjir vildu fara að hafa þetta með deildarbikarsfyrirkomulagi þ.e.a.s. spila heima og heiman en ég held að við látum það kyrrt liggja í þetta skiptið. En í framtíðinni er kannski hægt að spila deildarbikar á haustin og bikarkeppni á vorin.
Þannig að nú er bara um að gera að skrá sig fyrir helgina og taka þátt í baráttunni um að verða Vormeistari getraunaleiks ÍBV – Hringið í Oddnýju í síma 481 2060 eða sendið tölvupóst á fotbolti@ibv.is og skráið ykkur í spennandi leik
Áfram ÍBV