Fosterinn hefur haldið okkur á floti eftir að þessi nýji vefur höf göngu sína. Það hefur verið rólegt yfir fréttum af knattspyrnunni, þó þeir sem þar starfa hafi haft nóg fyrir stafni við að undirbúa komandi átök. Í næsta mánuði hefst deildarbikarinn og í kvöld rennur út félagaskiptaglugginn sem leikmenn t.d. í Englandi hafa til að koma sér á samning hjá félögum þar ytra. Það fer því að verða meira um fréttir af boltanum á næstunni en við höufm kynnst í desember og janúar.
Knattspyrnufíklarnir eru því hvattir til að fylgjast meira með síðunni í febrúar ef þeir vilja fylgjast með fréttum af ÍBV og eins er hvatt til þess að menn skrái sig í póstlistann
ibvpostur@hotmail.com.
Svo er ekki að gleyma því að mæta í getraunirnar á laugardögum ef menn vilja fá að vita meira en við hin með því að pumpa knattspyrnuráðsmenn kröftuglega. Hafið þó hugfast að sumir þeirra segja minna en þeir vita, en svo eru aðrir sem segja meira en þeir vita :).
Áfram ÍBV !
Jón Óskar