Eftir þrefalda yfirferð á skilablöðum hefur komið í ljós að það voru þeir fe´lagar Jakob Möller og Guðni Sigurðsson sem báru sigur úr býtum í hópaleik getraunadeildar þetta haustið. Þessir tveir nágrannar á Hólagötunni 13 og 19 nánar tiltekið sem tippa og lengja í hverri viku sönnuðu þar með að æfingin skapar meistarann - einhver vildi meina að konurnar tippuðu fyrir þá en það hefur nú fengist staðfest að þeir hafa staðið í þessu sjálfir peyjarnir - Til hamingju - Í öðru sæti voru þeir félagar Stebbi á Grund og Arnar Ingólfs en þar eru á ferð aðrir gamalreyndir getraunaspekingar í 3ja sæti varð svo Kanaríeyjafarinn og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Oddný Friðriksdóttir en það þykir næsta víst eftir við samtal við hana að hún var passlega kærulaus og reyndi að þekkja sem fæst liðin! - Þannig að allar aðferðir eru leyfilegar við útfyllingu seðlanna.
Sigurvegarar í Lúðadeildinni urðu hinn öflugi skósali Maggi Steindórs og aflaklóin Halli Bedda en þeir sigruðu með fádæma yfirburðum og sá ég þá á röltinu áðan ánægða með sig og telja þeir víst að þeir fari ekki í jólaköttinn. Úrslitin verður annars hægt að sjá undir getraunir undir fótbolti
Við förum aftur af stað með leik eftir ára´mót en en á eftir að birta svörin við spurningaleiknum en það verður gert um leið og ég kemst í stuð.