Knattspyrnukonan knáa Kristjana Sigurz hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifar undir árssamning við félagið. Kristjana sem er 20 ára fjölhæfur leikmaður hefur áður leikið tvö keppnistímabil með ÍBV á láni frá Breiðabliki en skiptir nú alveg yfir til okkar.
Kristjana á að baki 34 leiki fyrir meistaraflokk ÍBV í efstu deild og bikarkeppni en hún hefur leikið margar stöður á vellinum. Hún á einnig 15 landsleiki fyrir Íslands hönd í U19, U17 og U16 ára liðunum.
Samtals á Kristjana vel á annað hundrað leiki skráða hjá KSÍ en það má því segja að hún sé orðin mjög reynslumikill leikmaður þrátt fyrir ungan aldur. Á síðustu leiktíð lék hún 13 leiki fyrir Breiðablik í deild og bikar.
Kristjana mun passa mjög vel inn í leikmannahóp ÍBV sem hefur leik í Lengjubikarnum í febrúar og leikur ÍBV nú 13. leiktíðina í röð í efstu deild, en Besta deildin hefst í apríl.