Elís Þór íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Tanja íþróttamaður æskunnar 12-15 ára
Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
Alex Freyr Hilmarsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður Vestmannaeyja 2025, Elís Þór Aðalsteinsson íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Tanja Harðardóttir íþróttamaður æskunnar 12-15 ára. ÍBV Íþróttafélag óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins innilega til hamingju!
Landsliðsfólkið okkar var heiðrað, en ÍBV átti 22 leikmenn sem spiluðu landsleiki á árinu og 2 þjálfara sem stýrðu landsliðum. Ásamt þeim voru Lengjudeildarmeistarar mfl kvk í fótbolta og Íslands- og bikarmeistarar í 6. fl. kk eldra ár í handbolta heiðruð.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði líka nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum með gull og silfurmerki auk þess sem Ævar Þórisson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag í þágu íþróttanna. Þeir sem hlutu silfurmerki að þessu sinni voru: Adólf Þórsson, Guðbjörg Helgadóttir, Kristín Valtýsdóttir, Nataliya Ginzhul, Rúnar Þór Karlsson, Soffía Baldursdóttir, Svanhildur Eiríksdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir. Gullmerki hlaut Jóhannes Grettisson.
Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV sem voru heiðraðir í gær ásamt fleirum.