Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Kristínu Klöru Óskarsdóttur og Ísey Maríu Örvarsdóttur í æfingahóp sem æfir saman dagana 28.-30. janúar nk. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ.
Þess má geta að Kristín Klara var einnig valin til að taka þátt í leikstöðuæfingum fyrir varnarmenn hjá KSÍ dagana 22.-23. janúar nk. Á æfingunum verður eingöngu unnið með varnarleik auk þess að leikmenn þurfa að vinna verkefni milli æfinga tengt varnarleik. Davíð Þór Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla mun hafa umsjón með æfingunum ásamt landsliðsþjálfurum yngri landsliða. Fyrrum landsliðskonur Íslands munu einnig þjálfa á æfingunum.
Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Erlu Hrönn Unnarsdóttur, Friðriku Rut Sigurðardóttur og Milenu Mihaelu Patru til æfinga dagana 2.-4. febrúar nk. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ og spilaður verður leikur í Akraneshöllinni á Akranesi.