Þrettándagleði ÍBV 2026

07.jan.2026  15:03

Þrettándagleði ÍBV verður haldin með hefðbundnu sniði föstudaginn 9. janúar nk. Kveikt verður á kertum á Molda kl. 19:00

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jónasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hána og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

Það myndi gleðja okkur ef þeir sem eiga þrettándafána myndu flagga þeim þennan dag. Ef ykkur vantar einn slíkan þá eigum við nokkra til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu.

Meðfylgjandi er dagskrá fyrir helgina, það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hlökkum til að sjá ykkur!