Fréttatilkynning frá ÍBV

03.des.2025  22:19

FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍBV

Þorlákur Árnason þjálfari karlaliðs ÍBV hefur sagt upp störfum frá og með deginum í dag.  Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV harmar þessa ákvörðun.  Þorlákur tilkynnti þessa ákvörðun í dag til framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Þorláki fyrir tíma hans hér í Eyjum og þann góða árangur sem liðið náði á sl. keppnistímabili. Þorláki er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur.

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV mun hefjast strax handa við að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalið ÍBV.

Vestmannaeyjum 03.12.2025

f.h. stjórnar knattspyrnudeildar ÍBV

Magnús Sigurðsson, formaður