Halldór Stefán Haraldsson, landsliðsþjálfari U20 hjá HSÍ, hefur valið Alexöndru Ósk Viktorsdóttur, Ásdísi Höllu Hjarðar og Birnu Maríu Unnarsdóttur til æfinga 17.-23. nóvember nk.
Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested, landsliðsþjálfarar U18 hjá HSÍ, hafa valið Agnesi Lilju Styrmisdóttur og Klöru Káradóttur til æfinga 19.-23. nóvember nk.
Rakel Dögg Bragadóttir og Einar Jónsson, landsliðsþjálfarar U16 hjá HSÍ, hafa valið Siennu Björt Garner, Sóldísi Sif Kjartansdóttur og Tönju Harðardóttur til æfinga 21.-23. nóvember nk.
Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir, landsliðþjálfarar U15 hjá HSÍ, hafa valið Erlu Hrönn Unnarsdóttur og Lenu Maríu Magnúsdóttur til æfinga 21.-23. nóvember nk.
ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!