Lokahóf 3.-5. flokka í fótbolta fóru fram í vikunni, en lokahóf fyrir 6. og 7. flokkana fóru fram í lok ágúst.
6. og 7. flokkarnir tóku þátt í ýmsum dagsmótum ásamt því að fara á stóru mótin Orkumótið, Norðurálsmótið, Símamótið og N1 mót kvenna. Það var mikið um gleði og gott gengi þar sem allir iðkendur fengu verkefni við hæfi.
5. flokkur kvenna:
Þjálfarar: Trausti Hjaltason (tók við af Sigþóru Guðmundsdóttur í júní þegar hún fór í veikindaleyfi) og Yngvi Borgþórsson
- Yfir 100 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- Kolfinna Lind var markahæst í riðlakeppni Íslandsmóts 5. flokks á öllu landinu með 25 mörk í 8 leikjum.
- ÍBV sendi 3 lið til leiks. Lið 1 var á öllum stóru mótunum í ca. 14-16 sæti af 100+ liðum.
- Stóru mót sumarsins voru: TM Mótið í Eyjum, Símamót í Kópavogi og Íslandsmót.
- Spilað er í 7-8 manna liðum á aldrinum 11-12 ára.
- Um 30 stelpur eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Besta ástundun:
Yngri: Kristín Dóra Guðjónsdóttir
Eldri: Sara Rós Sindradóttir
Framfarir:
Yngri: Selma Dís Haukdal Birkisdóttir
Eldri: Sara Huld Elvarsdóttir
ÍBV-ari:
Yngri: Anna Rakel Baldvinsdóttir
Eldri: Kolfinna Lind Tryggvadóttir
5. flokkur karla:
Þjálfarar: Guðmundur Tómas Sigfússon, Andri Ólafsson, Kjartan Freyr Stefánsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson
- Tæplega 200 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- ÍBV sendi 5 lið til leiks. Flokkurinn vann sér inn sæti í A riðli á næsta ári.
- Fóru í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í 17 ár.
- Stóru mót sumarsins voru: N1 mótið á Akyreyri, Olís mótið á Selfossi og Íslandsmót.
- Spilað er í 7-8 manna liðum á aldrinum 11-12 ára.
- Tæplega 50 strákar eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Besta ástundun:
Yngri: Kristian Leví Arneyjarson
Eldri: Eric Eduardo Magnason
Framfarir:
Yngri: Baltasar Þór Einarsson
Eldri: Kristján Kári Kristjánsson
ÍBV-ari:
Yngri: Ólafur Andrason
Eldri: Þórður Ágúst Hlynsson
4. flokkur kvenna:
Þjálfarar: Andri Ólafsson og Kjartan Freyr Stefánsson
- Tæplega 60 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- ÍBV sendi 1 lið til leiks. Enduðu í 3 sæti í A riðli.
- Stóru mót sumarsins voru: ReyCup, Bikarkeppni og Íslandsmót.
- Komust í undanúrslit í Bikarkeppninni.
- Spilað er í 11 manna liðum á aldrinum 13-14 ára.
- Tæplega 20 stelpur eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Efnilegust:
Yngri: María Sigrún Jónasdóttir
Eldri: Milena Mihalea Patru
Framfarir:
Yngri: Kara Kristín V. Gabríelsdóttir
Eldri: Lena María Magnúsdóttir
ÍBV-ari:
Yngri: Bríet Ósk Magnúsdóttir
Eldri: Ísafold Dögun Örvarsdóttir
4. flokkur karla:
Þjálfarar: Todor Hristov og Yngvi Borgþórsson
- Um 130 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- ÍBV sendi 2 lið til leiks. Lið 1 lenti í 3 sæti í sínum riðli og lið 2 vann sinn riðil.
- Stóru mót sumarsins voru: ReyCup, Bikarkeppni og Íslandsmót.
- Lið 1endaði í 3 sæti í sínum styrkleika og lið 2 unnu sinn styrkleika á ReyCup.
- Spilað er í 11 manna liðum á aldrinum 13-14 ára.
- Um 30 strákar eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Efnilegastur:
Þórður Ýmir Eyþórsson
Kormákur Nóel Guðmundsson
Framfarir:
Daníel Ingi Hallsson
Bjartur Tryggvason
ÍBV-ari:
Þórir Bjarnason
Kastíel Sigurhansson
3. flokkur kvenna:
Þjálfarar: Guðmundur Tómas Sigfússon
- Um 40 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- ÍBV sendi 1 lið til leiks. Unnu sér inn sæti í A riðli á næsta ári.
- Stóru mót sumarsins voru: ReyCup, Bikarkeppni og Íslandsmót.
- Spilað er í 11 manna liðum á aldrinum 15-16 ára.
- 15 stelpur eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Besti leikmaðurinn:
Ísey María Örvarsdóttir
Framfarir:
Tanja Harðardóttir
ÍBV-ari:
Bergdís Björnsdóttir
3. flokkur karla:
Þjálfarar: Andri Ólafsson
- Um 80 lið tóku þátt í Íslandsmóti árið 2025.
- ÍBV sendi 1 lið til leiks. Enduðu í 3 sæti í sínum riðli.
- Stóru mót sumarsins voru: ReyCup, Bikarkeppni og Íslandsmót.
- Spilað er í 11 manna liðum á aldrinum 15-16 ára.
- Um 20 strákar eru í ÍBV.
- Æft 4x í viku í sumar auk leikja.
Besti leikmaðurinn:
Emil Gautason
Framfarir:
Arnór Sigmarsson
ÍBV-ari:
Aron Sindrason