Yngri flokkar - Erla Hrönn, Friðrika Rut, Milena Mihaela og Sienna Björt á æfingar með U15 hjá KSÍ

11.sep.2025  13:33

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Erlu Hrönn Unnarsdóttur, Friðriku Rut Sigurðardóttur, Milenu Mihaleu Patru og Siennu Björt Garner í hóp sem æfir dagana 22.-24. september. Um er að ræða leikmenn fædda árið 2011. Æfingarnar fara fram á AVIS vellinum í Laugardal.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.