Yngri flokkar - Lokahóf yngri flokka í handbolta

10.jún.2025  07:55

Í síðustu viku fóru fram lokahóf hjá yngri flokkum í handbolta, 5.-8. flokkur fóru í leiki í íþróttahúsinu og fengu svo grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel, við vorum vel mönnuð í þjálfun og iðkendur duglegir að mæta á æfingar ásamt því að taka þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. Félagið átti fjóra flokka sem kepptust um titla en 3. fl. kvenna endaði í 2. sæti í Íslandsmóti, 3. fl. karla datt út í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, 5. fl. kvenna endaði í 3. sæti í Íslandsmóti og 6. fl. karla yngra ár tryggðu sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitla, frábær árangur hjá þeim.

ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið, æfingar verða út júní og hefjast svo aftur um leið og grunnskólinn hefst í ágúst.

 

Eftirtaldir iðkendur fengu afhentar viðurkenningar:

 

5. flokkur kvenna

Mestu framfarir: Lena María Magnúsdóttir

Efnilegust: Sienna Björt Garner

ÍBV-ari: Erla Hrönn Unnarsdóttir 

 

5. flokkur karla:

Mestu framfarir, eldra ár: Kristján Lárus Erlingsson

Mestu framfarir, yngra ár: Emil Gauti Benónysson

Efnilegastur, eldra ár: Sindri Þór Orrason

Efnilegastur, yngra ár: Gísli Christian Rúnarsson

ÍBV-ari, eldra ár: Halldór Björn Sæþórsson

ÍBV-ari, yngra ár: Hrafnkell Darri Steinsson

 

6. flokkur kvenna

Mestu framfarir, eldra ár: Ingibjörg Emilía Sigþórsdóttir

Mestu framfarir, yngra ár: Eva Laufey Leifsdóttir

Ástundun, eldra ár: Lena María Ívarsdóttir

Ástundun, yngra ár: Selma Dís Haukdal Birkisdóttir

ÍBV-ari, eldra ár: Sara Rós Sindradóttir

ÍBV-ari, yngra ár: Íris Emma Ísfjörð

 

6. flokkur karla

Mestu framfarir, eldra ár: Rúnar Örn Sigurjónsson

Mestu framfarir, yngra ár: Ingólfur Máni Arnarsson

Ástundun, eldra ár: Þórður Ágúst Hlynsson

Ástundun, yngra ár: Sigdór Zacharie Hlynsson

ÍBV-ari, eldra ár: Nökkvi Dan Sindrason

ÍBV-ari, yngra ár: Sigurpáll Rúnarsson