Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson fóru með U-17 ára landsliði HSÍ til Færeyja um helgina til að taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti, Nordic Open.
Liðið lék gegn Færeyingum á föstudag þar sem okkar unnu með einu marki 29-28, Anton Frans skoraði 2 mörk og Sigurmundur Gísli varði 12 skot. Annar leikurinn var á móti Svisslendingum á laugardag sem lauk með sigri Íslands 34-30, Anton Frans skoraði 5 mörk og Sigurmundur Gísli varði 9 skot. Síðasti leikurinn var svo á mót Þjóðverjum á sunnudag þar sem okkar menn þurftu að sætta sig við þriggja marka tap 25-28, Anton Frans skoraði 7 mörk og Sigurmundur Gísli varði 2 skot. Íslenska liðið endaði í 2 sæti á mótinu
Frábær árangur hjá okkar mönnum, við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni!
Sigurmundur Gísli er nr. 1 á myndinni og Anton Frans nr. 3.