Stefán Árnason og Örn Þrastarson, landsliðsþjálfarar U-15 karla hjá HSÍ, hafa valið Fannar Inga Gunnarsson í æfingahóp sem kemur saman 29. maí - 1. júní. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess mun hópurinn taka þátt í Afreksmanni framtíðarinnar sem fram fer 29. maí í húsakynnum HR.
Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir, landsliðsþjálfarar U-15 kvenna hjá HSÍ, hafa valið Tönju Harðardóttur í æfingahóp sem kemur saman 28. maí -1. júní. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu. En auk æfinganna mun liðið leika tvo æfingaleiki gegn Færeyjum.
ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!