Yngri flokkar - Andri, Jason, Alexandra, Anton, Sigurmundur, Agnes og Klara í lokahóp - Elís, Elmar, Hinrik og Ívar í æfingahóp hjá HSÍ

23.apr.2025  14:29

 

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 hjá HSÍ, hafa valið Elís Þór Aðalsteinsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson í 22 manna æfingahóp sem kemur til greina í lokahóp fyrir HM sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní. 16 leikmenn verða valdir til þátttöku

 

Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev, landsliðsþjálfarar U-19 karla hjá HSÍ, hafa valið Andra Erlingsson og Jason Stefánsson í 16 manna lokahóp sem tekur þátt í Opna Evrópumótinu 30. júní-4. júlí í Svíþjóð og Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi dagana 6.-17. ágúst. Auk þess hafa þjálfararnir valið Elís Þór Aðalsteinsson til vara, sem er til taks ef til forfalla kemur.

 

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson, landsliðsþjálfarar U-19 kvenna hjá HSÍ, hafa valið Alexöndru Ósk Viktorsdóttur í 16 manna lokahóp fyrir Evrópumótið sem fram fer í Svartfjallalandi 9.-20. júlí. Auk þess hafa þjálfararnir valið Ásdísi Höllu Hjarðar og Birnu Maríu Unnarsdóttur til vara, sem eru til taks ef til forfalla kemur.

 

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-17 karla hjá HSÍ, hafa valið Anton Frans Sigurðsson og Sigurmund Gísla Unnarsson í 15 manna lokahóp sem tekur þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer dagana 20.-26. júlí í Norður-Makedóníu. 

 

Díana Guðjónsdóttir og Hilmar Guðlaugsson, landsliðsþjálfarar U-17 kvenna hjá HSÍ, hafa valið Agnesi Lilju Styrmisdóttur og Klöru Káradóttur í 16 manna lokahóp sem tekur þátt í EM sem fram fer í Svartfjallalandi 30. júlí -10. ágúst. 15 af þessum leikmönnum munu einnig taka þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 20.-26. júlí í Norður-Makedóníu.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis í þessum verkefnum!