Yngri flokkar - Ísey María, Kristín Klara, Lilja Kristín og Tanja á æfingar hjá KSÍ

05.mar.2025  15:36

Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U-16 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Íseyju Maríu Örvarsdóttur, Kristínu Klöru Óskarsdóttur og Lilju Kristínu Svansdóttur til æfinga 18. og 19. mars nk. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.

 

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U-15 hjá KSÍ, hefur valið Tönju Harðardóttur til æfinga 18.-19. mars nk. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!