Yngri flokkar - Friðrika, Hrafnhildur, Lena, Sienna, Sigurrós, Ari og Sindri á æfingar í Hæfileikamótun HSÍ

19.feb.2025  09:10

Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Kaplakrika. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir iðkendur fædda 2011. Æft var fjórum sinnum yfir helgina en æfingarnar fóru fram í Kaplakrika. ÍBV átti 7 fulltrúa að þessu sinni og óskum við þeim innilega til hamingju með valið!

Eftirtaldir iðkendur fóru á æfingarnar:

Friðrika Rut Sigurðardóttir

Hrafnhildur K. Kristleifsdóttir

Lena María Magnúsdóttir

Sienna Björt Garner

Sigurrós Sverrisdóttir

Ari Páll Hjarðar

Sindri Þór Orrason