Andri íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Kristín Klara íþróttamaður æskunnar 12-15 ára
Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
Oliver Heiðarsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður Vestmannaeyja 2024, Andri Erlingsson íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Kristín Klara Óskarsdóttir íþróttamaður æskunnar 12-15 ára. ÍBV Íþróttafélag óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins innilega til hamingju!
Landsliðsfólkið okkar var heiðrað, en ÍBV átti 16 leikmenn sem spiluðu landsleiki á árinu og 2 þjálfara sem stýrðu landsliðum. Ásamt þeim voru Lengjudeildarmeistarar mfl kk í fótbolta, Íslandsmeistarar í 6. fl. kk yngra ár í handbolta og bikarmeistarar 4. fl. kvk í handbolta heiðruð.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði líka nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum með gull og silfurmerki auk þess sem Sigurður Georgsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag í þágu íþróttanna. Þeir sem hlutu silfurmerki að þessu sinni voru: Drífa Þöll Arnardóttir, Elías Jörundur Friðriksson, Súsanna Georgsdóttir, Unnar Hólm Ólafsson og Óðinn Kristjánsson. Gullmerki hlutu Arnar Andersen, Gunnar Andersen, Klara Tryggvadóttir og Magnús Þorsteinsson.
Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV sem voru heiðraðir í gær ásamt fleirum.