Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson til æfinga 4.-9. nóvember nk. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Heimir Ríkharðsson og Maksim Akbachev landsliðsþjálfarar U-19 karla hjá HSÍ, hafa valið Andra Erlingsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Jason Stefánsson til æfinga 7.-11. nóvember nk. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon landsliðsþjálfarar U-17 hjá HSÍ, hafa valið Anton Frans Sigurðsson og Sigurmund Gísla Unnarsson til æfinga 8.-11. nóvember nk. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og góðs gengis!