Lokahóf 3. flokka í fótbolta

03.okt.2024  11:06

Í gærkvöldi fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Þetta er þriðja tímabilið sem spilað er í lotukerfi, en mótinu var skipt upp í 3 lotur, þar sem liðin gátu unnið sig upp um riðil, fallið niður um riðil eða staðið í stað. Bæði liðin fóru upp og niður á milli riðla, en stelpurnar enduðu sumarið í B-riðli og strákarnir í D-riðli.

 

ÍBV þakkar iðkendum fyrir skemmtilegt fótboltasumar!

 

Þau sem fengu viðurkenningar:

 

3. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Lilja Kristín Svansdóttir

Framfarir: Ísey María Örvarsdóttir

ÍBV-ari: Birna Dögg Egilsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir

 

3. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Heiðmar Þór Magnússon

Framfarir: Maks Bulga

ÍBV-ari: Gabríel Þór Harðarson og Sigurður Valur Sigursveinsson