Útskriftir úr akademíum ÍBV

07.jún.2024  10:21

ÍBV Íþróttafélag hefur starfrækt Afreksakademíu í samstarfi við FÍV frá því í ársbyrjun 2011 og Íþróttaakademíu í samstarfi við GRV frá því ársbyrjun 2012.

Laugardaginn 25. maí útskrifuðust 2 iðkendur úr Afreksakademíunni, Andrés Marel Sigurðsson og Kristján Ingi Kjartansson, þeir stunduðu akademíuna í 4 annir þar sem þeir sóttu 2 tækniæfingar á viku auk bóklegs tíma.

Á þriðjudaginn var útskrift úr GRV akademíunni þar sem 24 iðkendur útskrifuðust. Iðkendur stunda akademíuna í 9. og 10. bekk, þau fá tvær styrktaræfingar á viku ásamt bóklegum tíma eða sundi ásamt því fá þau tækniæfingar í fjórum 3 vikna lotum.

Þau sem luku íþróttaakemíunni: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Alanys Alvarez Medina, Anton Frans Sigurðsson, Aron Daði Pétursson, Auðunn Snær G. Thorarensen, Ágústa Hugadóttir Andersen, Ástþór Hafdísarson, Birna Dögg Egilsdóttir, Elísabet Rut Sigurjónsdóttir, Gabríel Þór Harðarson, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Heiðmar Þór Magnússon, Hreggviður Jens Magnússon, Ingi Gunnar Gylfason, Ingi Þór Lúðvíksson, Kári Snær Hlynsson, Klara Káradóttir, Kristján Ægir Eyþórsson, Magdalena Jónasdóttir, Morgan Goði Garner, Sigurður Valur Sigursveinsson, Sæþór Ingi Sæmundsson, Tinna Mjöll Frostadóttir og Tómas Arnar Gíslason. 

 

Við óskum iðkendum innilega til hamingju með áfangann og vonumst til að sjá þau áfram í starfi félagsins.