Frumflutningur á Þjóðhátíðarlaginu 2024

04.jún.2024  21:44

Kæru ÍBV-arar. Það er komið að því. Þjóðhátíðarlagið 2024 verður frumflutt á FM-957 kl 8:30 í fyrramálið.

Lagið í ár er af dýrari gerðinni enda í flutningi Jóhönnu Guðrúnar, einni albestu söngkonu landsins fyrr eða síðar.

Stillum inn í fyrra málið og hlýðum á þetta magnaða lag, Lagið mun svo fara á allar helstu streymisveitur á miðnætti.

"Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar."