Yngri flokkar - 4 stelpur frá ÍBV í æfingahóp U-15

24.maí.2024  11:38

Edda Dögg, Inda Marý, Kristín Klara, Lilja Kristín

Þær Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir, þjálfarar U-15 landsliðs kvenna í handbolta hafa valið í æfingahóp. ÍBV á fjórar stúlkur í þessum hóp. Þær eru Edda Dögg Sindradóttir, Inda Marý Kristjánsdóttir, Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir. 

Æfingar fara fram daganna 31. maí - 2. júní næstkomandi.

Þessar efnilegu stelpur hafa lagt hart að sér í allan vetur og uppskera nú því sem þær sáðu.

Koma svo stelpur!

ÁFRAM ÍBV!