Í vikunni fóru fram lokahóf hjá yngri flokkum í handbolta, 5.-8. flokkur fóru í leiki í íþróttahúsinu og fengu svo grillaðar pylsur. 4. flokkarnir áttu svo góða kvöldstund með þjálfurunum sínum. Handboltaveturinn gekk mjög vel, við vorum vel mönnuð í þjálfun og iðkendur duglegir að mæta á æfingar ásamt því að taka þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. Félagið átti tvo flokka sem kepptust um titla en 4. fl. kvenna varð bikarmeistari og endaði í 2. sæti í Íslandsmóti, 6. fl. karla yngra ár varð Íslandsmeistari og í 2. sæti í bikarkeppni, frábær árangur hjá þeim.
ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið, æfingar verða út júní og hefjast svo aftur um leið og grunnskólinn hefst í ágúst.
Eftirtaldir iðkendur fengu afhentar viðurkenningar:
4. flokkur kvenna
Besti leikmaðurinn: Agnes Lilja Styrmisdóttir
Mestu framfarir: Birna Dögg Egilsdóttir
ÍBV-ari: Magdalena Jónasdóttir
4. flokkur karla
Besti leikmaðurinn, eldra ár: Anton Frans Sigurðsson
Besti leikmaðurinn, yngra ár: Sigurmundur Gísli Unnarsson
Mestu framfarir, eldra ár: Morgan Goði Garner
Mestu framfarir, yngra ár: Einar Bent Bjarnason
ÍBV-ari, eldra ár: Tómas Arnar Gíslason
ÍBV-ari, yngra ár: Guðjón Elí Gústafsson
5. flokkur kvenna
Mestu framfarir, eldra ár: Glódís Dúna Óðinsdóttir
Mestu framfarir, yngra ár: Ísafold Dögun Örvarsdóttir
Efnilegust, eldra ár: Tanja Harðardóttir
Efnilegust, yngra ár: Milena Mihaela Patru
ÍBV-ari, eldra ár: Theresa Lilja Vilmarsdóttir
ÍBV-ari, yngra ár: Erla Hrönn Unnarsdóttir
5. flokkur karla:
Mestu framfarir, eldra ár: Sæmundur Daníel Hafsteinsson
Mestu framfarir, yngra ár: Gunnlaugur Davíð Elíasson
Efnilegastur, eldra ár: Egill Davíðsson
Efnilegastur, yngra ár: Fannar Ingi Gunnarsson
ÍBV-ari, eldra ár: Elvar Breki Friðbergsson
ÍBV-ari, yngra ár: Aron Ingi Sindrason
6. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Sandra Dröfn Frostadóttir
Ástundun: Kamilla Dröfn Daðadóttir
ÍBV-ari: Bríet Ósk Magnúsdóttir
ÍBV-ari: Emilía Eir Eiðsdóttir
6. flokkur karla
Mestu framfarir, eldra ár: Ívar Skæringur Vignisson
Mestu framfarir, yngra ár: Gabríel Gauti Guðmundsson
Ástundun, eldra ár: Gauti Harðarson
Ástundun, yngra ár: Daníel Gauti Scheving
ÍBV-ari, eldra ár: Óliver Atlas Vilmarsson
ÍBV-ari, yngra ár: Atli Dagur Bergsson