Úrslitaleikur 4. flokks kvenna - Gísli Steinar ræðir tímabilið

18.maí.2024  20:07

Á morgun 19. maí kl 12:00 fer fram úrslitaleikur í 4.flokki kvenna í Kórnum í Kópavogi. Okkar stelpur mæta til leiks í þessari úrslitarimmu og mæta þar Val.

Veturinn hjá stelpunum hefur verið algerlega magnaður, þær hafa nánast ekki tapað leik. Það er mikil samheldni í hópnum og margar efnilega stelpur.

Við spurðum Gísla Steinar Jónsson annan þjálfara flokksins nokkrar spurningar. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfar einnig flokkinn.

Hvernig hefur tímabilið gengið?

Rosalega flott. Þessar stelpur eru skemmtilegar og rosalega viljugar til að æfa. Við förum í margar ferðir saman yfir veturinn og er þetta því samheldinn og flottur hópur. Það kom smá lægð í þetta hjá okkur á tímapunkti, en eg held við séum að toppa á réttum tíma. 

Það er ljóst að þessi hópur er gríðarlega efnilegur, hversu langt geta þessar stelpur náð?

Það geta allar þessar stelpur í þessum hóp spilað með meistaraflokksliði ÍBV í framtíðinni. Einhverjar hafa gert það nú þegar og á þeim bara eftir að fjölga á næstu mánuðum. 

Á morgun er svo stóri dagurinn, hvernig legst þetta í þig?

Mjög vel. Þessar stelpur eru hreinræktaðar eyjapæjur og vita nákvæmlega hvað þær þurfa að gera til að vinna þennan leik. Þær ætla sér að sigla heim með dolluna og fá flugeldasýningu. 

Árangurinn á tímabilinu hefur verið magnaður en hvert er eftirminnilegasta augnablikið

Það er klárlega bikarmeistaratitillinn

Við hvetjum alla sem hafa tök á að mæta í Kórinn kl 12:00 á morgun og styðja stelpurnar.  Leikurinn er einnig sýndur á Handboltapassanum. Því hvetjum við alla eyjamenn til að kveikja á sjónvarpinu, garga á sjónvarpið og styðja stelpurnar.

Koma svo stelpur! ÁFRAM ÍBV!