Díana, Margrét Mjöll og Tanja í Hæfileikamótun KSÍ

16.jan.2024  16:25

Magnús Arnar Helgason, þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ, hefur valið Díönu Jónsdóttur, Margréti Mjöll Ingadóttur og Tönju Harðardóttur til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir stúlkur á suðurlandi og suðurnesjum. Æfingin fer fram í Lindex höllinni á Selfossi föstudaginn 26. janúar.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!