Þjóðhátíð fær viðurkenningu frá ÍSTÓN

01.des.2023  13:52

Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk í dag viðurkenningu fyrir að halda úti metnaðarfullri dagskrá árlega og stofna til nýsköpunar í íslenskri tónlist í formi þjóðhátíðarlags hvers árs.

Það má með sanni segja að hátíðin okkar allra sé vel að þessu komin enda framlag hennar til íslenskrar tónlistar ómetanlegt.

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar og Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV tóku á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn Hörpu.