Afreksakademía ÍBV og FÍV

24.nóv.2023  09:19

Afreksakademía ÍBV og FÍV fer vel af stað þetta haustið, 35 iðkendur eru skráðir og mæta þau á tvær tækniæfingar, tvær styrktaræfingar og æfingar hjá sínum flokkum í hverri viku ásamt bóklegu námi. En í haust hafa þau fengið fyrirlestra frá Elísu Viðarsdóttur næringarfræðing og Rúnu Sif Stefánsdóttur svefnráðgjafa.

Við hlökkum til að fylgjast með þessu flotta íþróttafólki í framtíðinni!