Þóranna nýr formaður unglingaráðs

16.nóv.2023  14:04

Þóranna Halldórsdóttir tók við sem formaður unglingaráðs á dögunum af Ingibjörgu Jónsdóttur.

Þóranna lék knattspyrnu með félaginu á sínum yngri árum og á nokkra mfl. leiki að baki ásamt því að hafa þjálfað hjá félaginu. Hún á 4 börn á öllum aldri sem stunda æfingar í hand- og/eða fótbolta og þekkir því vel til yngri flokka starfsins.

Um leið og við bjóðum Þórönnu velkomna þá viljum við þakka Ingibjörgu fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.