Þóra Björg í æfingahóp U20

06.nóv.2023  14:40

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Þóru Björgu Stefánsdóttur í æfingahóp sem tekur þátt í undirbúningi U20 kvenna fyrir umspilsleik liðsins gegn Austurríki um laust sæti á HM í Kólumbíu.

25 leikmenn koma saman dagana 17.-19. nóvember. Endanlegur hópur verður valin í framhaldinu og kemur saman til æfinga 25.-26. nóvember, og í aðdraganda ferðar dagana 27. nóv-1. des. Liðið heldur til Barcelona 2. desember, leikurinn gegn Austurríki fer fram 4. desember í Salou og áætluð heimkoma sunnudaginn 5. desember.

ÍBV óskar Þóru Björgu innilega til hamingju með valið!