Á þriðjudagskvöld fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni.
KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið í fyrra og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september. Mótinu var skipt upp í 3 lotur, þar sem liðin gátu unnið sig upp um riðil, fallið niður um riðil eða staðið í stað. Bæði liðin fóru upp og niður á milli riðla, en stelpurnar enduðu sumarið í B-riðli og strákarnir í C-riðli.
ÍBV þakkar iðkendum fyrir skemmtilegt fótboltasumar!
Þau sem fengu viðurkenningar:
3. flokkur kvenna
Besti leikmaðurinn: Ásdís Halla Hjarðar
Framfarir: Agnes Lilja Styrmisdóttir
ÍBV-ari: Erna Sólveig Davíðsdóttir og Magdalena Jónasdóttir
3. flokkur karla
Besti leikmaðurinn: Alexander Örn Friðriksson
Framfarir: Sigurður Valur Sigursveinsson
ÍBV-ari: Heiðmar Þór Magnússon og Kristján Logi Jónsson