Ellert Scheving ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV

23.maí.2023  15:22

Ellert Scheving Pálsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags.
Hann tekur við af fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins nú um mánaðarmótin.

Ellert var ráðinn sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar í lok apríl mánaðar á þessu ári og hefur því jafnframt lokið störfum sínum fyrir deildina samhliða þessari ráðningu.
Ellert er kvæntur Sólveigu Magnúsdóttur og eiga þau saman tvö börn.