Yngri flokkar - Elísabet Rut í æfingahóp með U-15 hjá KSÍ

11.apr.2023  16:13

Elísabet Rut Sigurjónsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-15 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ dagana 18.-19. apríl undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar þjálfara U-15 landsliðs kvenna.

ÍBV óskar Elísabetu Rut til hamingju með valið!