Eiður Aron íþróttamaður Vestmannaeyja 2022

02.feb.2023  11:59

Elmar íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Birna María íþróttamaður æskunnar 12-15 ára

Í gærkvöldi fór fram viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja.

Eiður Aron Sigurbjörnsson knattspyrnumaður var útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja 2022, Elmar Erlingsson íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Birna María Unnarsdóttir íþróttamaður æskunnar 12-15 ára. ÍBV Íþróttafélag óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins innilega til hamingju!

Landsliðsfólkið okkar var heiðrað, en ÍBV átti 25 leikmenn sem spiluðu landsleiki á árinu og 5 þjálfara sem stýrðu landsliðum.

Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði líka nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum með gull- og silfurmerki auk þess sem Hjalti Kristjánsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag í þágu íþróttanna. Þeir sem hlutu silfurmerki að þessu sinni voru: Snjólaug Elín Árnadóttir, Guðmunda Bjarnadóttir, Anna Lilja Tómasdóttir, Jónatan Guðni Jónsson, Hörður Orri Grettisson, Brynjar Karl Óskarsson, Halldór Sævar Grímsson og Guðjón Pálsson. Gullmerki hlaut Ingi Sigurðsson.

Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV Íþróttafélags sem voru heiðraðir í gær ásamt fleirum.