Ábending til foreldra

26.jan.2023  13:59

Vakin er athygli á því að greiða fyrir æfingagjöld sem fyrst fyrir iðkendur hjá félaginu gegnum Sportabler á vefslóðinni https://www.sportabler.com/shop/IBV1 

Einnig hægt að fara í gegnum verslun í appinu.

ÍBV Keppnistreyja er innifalin í æfingagjöldum ef greitt er fyrir 1. apríl 2023.

Þeir sem hafa gengið frá æfingagjöldum geta fyllt út form sem hægt er að nálgast hér

Við sendum innn pöntun:

1. febrúar fyrir þá sem hafa greitt æfingagjöld í janúar

1. mars fyrir þá sem hafa greitt æfingagjöld í febrúar

1. apríl fyrir þá sem hafa greitt æfingagjöld í mars


Ef gengið er frá skráningu og greiðslu æfingagjalda eftir 31. mars þá verður treyja ekki innifalin lengur og greiða þarf fyrir hana og panta hjá H.Verslun

Hægt er að máta keppnistreyjur og stuttbuxur á skrifstofu ÍBV alla virka daga kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00