Óbreytt félagsgjald 2023

09.nóv.2022  16:09

Aðalstjórn tók þá ákvörðun að halda óbreyttu félagsgjaldi eða 6.000 kr fyrir árið 2023. Félagsgjöldin verða send út von bráðar með kröfu í heimabanka alls 6.300 kr. Sú nýbreytni verður hins vegar að félagsmannamiðum á Þjóðhátíð fækkar úr fimm í þrjá fyrir hvern félagsmann í félaginu og viljum við því benda Eyjamönnum á það sem vilja fleiri miða á þessum kjörum að skrá fleiri félagsmenn í félagið fyrir 1. febrúar á næsta ári. 

 

Fh. Aðalstjórnar Haraldur Pálsson