Ragnar Mar nýr yfirþjálfari í fótboltanum

19.okt.2022  10:18

Í byrjun ágústmánaðar auglýsti ÍBV eftir nýjum yfirþjálfara yngriflokka í fótbolta og barst mikill fjöldi umsókna í stöðuna.

Ragnar Mar Sigrúnarson hefur verið ráðinn sem nýr yfirþjálfari og hóf hann störf undir lok síðustu viku.

Ragnar hefur verið þjálfari hjá HK undanfarin 12 ár.
Hann er með BS gráðu í íþróttafræðum og meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.
Einnig hefur hann verið framhaldsskólakennari í íþróttum við Kvennaskólann í Reykjavík undanfarin ár. Áður hefur Ragnar Mar starfað sem forstöðumaður knattspyrnuskóla í fjölda ára, starfað sem hafnarvörður, í fiskvinnslu og verið sjómaður. En hann er frá Hellissandi á Snæfellsnesi og spilaði með Víking Ólafsvík til fjölda ára.

Við hjá ÍBV erum þakklát fyrir að hafa fengið hann til Vestmannaeyja og bjóðum hann velkominn til starfa.