Yngri flokkar - 5 stúlkur á landsliðsæfingar HSÍ

21.sep.2022  13:40

Agnes Lilja, Alexandra Ósk, Herdís, Elísa og Sara Dröfn

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson landsliðsþjálfarar U-15 í handbolta, hafa valið Agnesi Lilju Styrmisdóttur til æfinga dagana 30. sept - 2. okt. nk. Allar æfingar liðsins farar fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson landsliðsþjálfarar U-17 í handbolta, hafa valið Alexöndru Ósk Viktorsdóttur og Herdísi Eiríksdóttur til æfinga dagana 28. sept. - 2. okt. nk. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson landsliðsþjálfarar U-19 í handbolta, hafa valið Elísu Elíasdóttur og Söru Dröfn Richardsdóttur til æfinga dagana 28. sept. -2. okt. nk. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!