Forsölu félagsmanna lýkur í dag

04.júl.2022  11:19

Forsala félagsmanna ÍBV klárast í dag mánudaginn 4. júlí. Þeir sem hafa greitt félagsmannagjald ÍBV hafa kost á því að kaupa 5 miða á Þjóðhátíð á mun hagstæðara verði en aðrir.

Þar sem TIX sér um miðasölu á Þjóðhátíð í ár, þá er félagmannaverðið með öðru sniði.

Afsláttur kemur ekki af almennri miðasölu heldur á lokaskrefum líkt og var í kerfinu okkar, heldur er sér aðgangur fyrir félagsmenn.

  • Fara þarf inná dalurinn.is
  • Smella á „Valmynd“
  • Velja „Mitt svæði“
  • Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum
  • Ef þú ert gildur félagsmaður gefur kerfið þér link þar sem félagsmannamiðarnir eru seldir.

Kerfið leyfir aðeins sölu á 5 miðum á hverja kennitölu félagsmiða, til að kaupa Herjólfsmiða með félagsmannamiðum þarf að setja sig í samband við info@tix.is þegar búið er að ganga frá miðakaupum.

Fermingarbörn hafa fengið gjafabréf send frá félaginu, gjafabréf sem fermingarbörn síðustu tveggja ára fengu í fyrra gilda einnig í ár.