Nýir búningsklefar vígðir

09.apr.2022  09:56

Föstudaginn 8. apríl efndu Vestmannaeyjabær og ÍBV-íþróttafélag til formlegrar víglsu á nýrri búningaaðstöðu og annarri aðstöðu fyrir leikmenn og starfsfólk.

Að formlegri vígslu lokinni var aðstaðan til sýnis fyrir alla bæjarbúa, fjölmargir gerðu sér leið til að skoða þessa glæsilegu aðstöðu sem Vestmannaeyjabær afhenti félaginu til afnota.
ÍBV-íþróttafélag þakkar Vestmannaeyjabæ enn og aftur kærlega fyrir að standa vel að verki, sannarlega glæsileg aðstaða.