Aðalstjórn ÍBV og Vinnslustöðin hf. undirrituðu nýjan þriggja ára samstarfssamning nýverið. VSV leggur áherslu á að styðja við blómlegt íþróttastarf í Vestmannaeyjum og þar með það mikla starf sem ÍBV-íþróttafélag viðhefur í fótbolta og handbolta.
ÍBV hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna heimsfaraldursins og hefur mátt sjá á eftir tveimur Þjóðhátíðum. En hátíðin er eins og flestir þekkja burðarstoðin í starfsemi félagsins.
Það er því gríðarlega jákvætt fyrir félagið að hafa jafn öfluga bakhjarla og Vinnslustöðina.
Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV og Andrea Atladóttir fjármálastjóri VSV handsöluðu samninginn.
Áfram ÍBV