Hermann Hreiðars ráðinn þjálfari

03.okt.2021  16:24

Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Hemma þarf vart að kynna, enda þjálfað liðið áður ásamt því að spila fjölda leikja fyrir ÍBV og íslenska landsliðið. Hemmi skrifar undir 3ja ára samning og eru miklar væntingar bundnar við ráðningu hans. Til gamans má geta að Hemmi flytur með fjölskylduna til Eyja í upphafi næsta árs og er mikil tilhlökkun hjá öllum fyrir þessu samstarfi. Velkominn heim Hemmi og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!