Þjóðhátíðarblaðið 2021

26.júl.2021  16:52

Þjóðhátíðarblaðið 2021 er komið út og er til sölu í Klettinum og Tvistinum á 1500 kr.

Sara Sjöfn Grettisdóttir sér um að ritstýra blaðinu, en henni til aðstoðar voru Lind Hrafnsdóttir sem sá um umbrot og hjónin Vilmar Þór Bjarnason og Þóra Sif Kristinsdóttir sem sáu um auglýsingar.

Blaðið er stútfullt af flottum myndum frá fyrri hátíðum, viðtölum og öðru skemmtilegu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið heimsent geta sent póst á vilmar@ibv.is eða sent skilaboð á Facebook síðu ÍBV Vestmannaeyjar.