og enduðu á lokahófi á Hótel Örk
Strákarnir í 4. flokk karla í handknattleik fóru í skemmtiferð um suðurlandið í síðustu viku, en ferðin endaði svo á lokahófi flokksins. Upphaflega stóð til að flokkurinn færi erlendis en vegna faraldursins þá var það ekki hægt og úr varð frábær innanlandsferð þar sem strákarnir skemmtu sér í allskyns þrautum og leikjum, fóru m.a. í lazertag, fótbolta golf, pílumót, fótboltamót og blakmót.
Hópurinn gisti á Hótel Örk og þar fór lokahófið fram síðasta kvöldið, eftirtaldir fengu viðurkenningu:
4. flokkur karla
Yngra ár:
ÍBV-ari: Birkir Björnsson
Framfarir: Jason Stefánsson
Bestur: Egill Oddgeir Stefánsson
Eldra ár:
ÍBV-ari: Kristján Ingi Kjartansson
Framfarir: Ísak Huginn Héðinsson
Bestur: Ívar Bessi Viðarsson