Andri og Birkir láta af störfum

30.jún.2021  13:42

Andri Ólafsson, Birkir Hlynsson og ÍBV hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok þeirra sem þjálfarar meistaraflokksliðs ÍBV í Pepsi Max deild kvenna.
Tóku þeir við liðinu haustið 2019 og hafa stýrt því í eitt og hálf tímabil. ÍBV vill þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, en þeir skilja við liðið af persónulegum ástæðum. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar.